Athugið þessi frétt er meira en 6 ára gömul.

Þúsundir fljúga innanlands um helgina

31.07.2015 - 20:17
Mynd með færslu
Akureyri er vinsælasti áfangastaðurinn hjá Flugfélagi Íslands um helgina. Mynd: Ein með öllu
Flugfélögin gera ráð fyrir að þúsundir ferðist innanlands á þeirra vegum um verslunarmannahelgina. Sem fyrr eru Akureyri og Vestmannaeyjar vinsælustu áfangastaðirnir.

Flugfélag Íslands gerir ráð fyrir að um fjögur þúsund manns ferðist með flugvélum félagsins um helgina, flestir til Akureyrar en næstflestir til Vestmannaeyja. Flugfélagið Ernir gerir ráð fyrir að fljúga með um þúsund manns um helgina, að útsýnisflugi meðtöldu, og af þeim er gert ráð fyrir að 700 manns fari til Vestmannaeyja.

Flestir flugfarþegar hefja ferðalag sitt á Reykjavíkurflugvelli en gera má ráð fyrir að 500 til 700 manns fljúgi frá Bakkaflugvelli til Vestmannaeyja, það er nokkuð minna en spáð hafði verið áður en ferðahelgin hófst. Flugumferðin um Bakka í dag varð minni en gert hafði verið ráð fyrir. Það kann að breytast þegar líður á helgina.

Að auki var ráðgert að 3.710 færu með Herjólfi til Vestmannaeyja í dag.

Brynjólfur Þór Guðmundsson
Fréttastofa RÚV