Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Þurftu aðstoð björgunarsveita á heiðinni

30.05.2019 - 11:26
Mynd með færslu
 Mynd: Davíð Kristinsson - Aðsend mynd
Ökumenn sem fóru um Fjarðarheiði í nótt þurftu sumir aðstoð björgunarsveitamanna til að komast leiðar sinnar. Mikil hálka er á veginum og talsverð snjókoma.

„Það var skítaveður þarna uppfrá uppfrá og mikil blinda og ótrúlega mikill snjór,“ segir Davíð Kristinsson sem býr á Seyðisfirði. Sonur hans hringdi í hann í gær og var fastur á heiðinni. Að auki var bíll fyrir framan hann sem sat þar fastur og ekki var hægt að komast framhjá honum. 

Davíð gagnrýnir að heiðinni hafi ekki verið lokað, heldur einungis verið varað við hálkublettum. „Þeir hefðu þurft að loka henni,“ segir Davíð, en heiðin hafi einungis verið merkt gul. „Þetta telst víst meira en hálkublettir,“ bætir hann við.  
 

Jón Hákon Halldórsson
Fréttastofa RÚV