Vatnslaust var í Neskaupstað í um fimm klukkutíma í gærkvöldi. Samkvæmt upplýsingum frá Guðmundi Elíassyni, mannvirkjastjóra Fjarðabyggðar, gaf vatnsrör sig undan frosti inni í skemmu hjá notanda og lak vatnið þar út í staðinn fyrir að fara upp í söfnunartank.