Athugið þessi frétt er meira en 9 ára gömul.

Þurftu að bræða snjó í pottum

09.12.2013 - 09:35
Mynd með færslu
 Mynd:
Vatnslaust var í Neskaupstað í um fimm klukkutíma í gærkvöldi. Samkvæmt upplýsingum frá Guðmundi Elíassyni, mannvirkjastjóra Fjarðabyggðar, gaf vatnsrör sig undan frosti inni í skemmu hjá notanda og lak vatnið þar út í staðinn fyrir að fara upp í söfnunartank.

Lekinn fannst um klukkan 22 og var vatnið komið á aftur um miðnætti. Íbúar á Neskaupstað brugðu sumir á það ráð að bræða snjó í pottum til að geta vaskað upp og sturtað niður.