„Ég held að þessir menn þurfi núna að gera það upp við sjálfan sig hvernig þeir ætli að bregðast við. Mér finnst ekki ólíklegt að grasrótin og þeirra stuðningsmenn muni einnig skoða þetta mál,“ segir Oddný í samtali við Sunnu Valgerðardóttur, fréttamann.
„Satt að segja held ég að það sem muni gerast í þinghaldinu fram undan er að fjárlög sem að mér finnst afskaplega slæm og lög um veiðigjöld sem mér finnst enn verri muni renna í gegnum þingið án umræðna ykkar fjölmiðla og fólks í landinu. Vegna þess að þessi mál sem við erum að ræða hér muni yfirtaka umræðuna,“ segir hún jafnframt.
Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis sagði í samtali við fréttastofu fyrir fréttir að málið sé á dagskrá funda með formönnum þingflokka og forsætisnefnd á mánudag. „Ég vonast til að niðurstaðan verði sú að aðgerðirnar verði þær að svona lagað gerist ekki aftur og að fólk ræði um hvort annað að virðingu og noti ekki nöfn á kynfærum til þess að setja konur niður,“ segir Oddný.