Þúfan á Snæfellsjökli íslaus

29.08.2012 - 06:39
Mynd með færslu
 Mynd:
Hæsti tindur Snæfellsjökuls, Þúfan, er íslaus og er það sennilega í fyrsta sinn sem það gerist í manna minnum.

Hæsti tindur Snæfellsjökuls, Þúfan,  er íslaus og er það sennilega í fyrsta sinn sem það gerist í manna minnum. Þetta kemur fram á bloggsíðu Haraldar Sigurðssonar jarðfræðings í Stykkishólmi og mbl.is segir frá. Haraldur segist hafa flogið yfir jökulinn á sunnudag og þá hafi Þúfan, sem er  1446 metra yfir sjávarmáli, verið nær alveg íslaus og jarðlög komið vel í ljós. Lögunum hallar til suðurs, í átt frá stóra gígnum, sem er rétt norðvestan tindsins.  Áberandi ljós lög eru í Þúfunni. Haraldur segir að jökullinn bráðni nú hratt og nú gefist tækifæri til að kanna  jarðlögin og fræðast frekar um gossögu jökulsins.