Athugið þessi frétt er meira en 9 ára gömul.

Þróun í miðbænum úr takti við menningu

03.07.2013 - 21:15
Mynd með færslu
 Mynd:
Ung vinstri græn gagnrýna þróun á skipulagi í miðbæ Reykjavíkur og telja hana úr takti við menningu miðbæjarins.

Þau telja að borgaryfirvöld ættu að reyna sitt ýtrasta til að vernda menningarsvæði eins og Hjartagarðinn. 

„Það eru aðrir valkostir í boði þegar kemur að skipulagi miðbæjarins. Til hefur staðið að gera miðbæ Reykjavíkur að gönguvænna hverfi. Nýta mætti lóðir, sem nú eru bílastæði, og flytja bílastæðin út fyrir miðbæinn. Okkur þykir afleitt að svæði sem hafa verið aðdráttarafl fyrir ferðamenn, séu eyðilögð í þeim tilgangi að áðurnefndir ferðamenn geti átt svefnstað í miðbænum. Fórnum ekki menningarsvæðum og byggðamynstri miðbæjarins, nýtum það betur," segir í ályktun félagsins.