Athugið þessi frétt er meira en 3 ára gömul.

Þrjú innbrot í vikunni upplýst

06.07.2018 - 09:45
Mynd með færslu
 Mynd: Shutterstock
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur upplýst þrjú innbrot sem voru framin í Kópavogi og Garðabæ í byrjun vikunnar, að því er fram kemur í tilkynningu. Brotist var inn á eitt heimili þar sem ýmis verðmæti voru tekin og inn á tvö byggingasvæði þar sem fjölda verkfæra var stolið.

Megnið af þýfinu fannst við húsleit í Kópavogi. Þar var einnig lagt hald á fíkniefni. Þrír karlmenn, tveir á fertugsaldri og einn á þrítugsaldri, voru handteknir og hafa játað sök.

dagnyhe's picture
Dagný Hulda Erlendsdóttir