Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Þrjú fyrirtæki styrktu Viðreisn um 400 þúsund

07.11.2019 - 07:37
Mynd með færslu
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar.  Mynd: RÚV
Um 85 prósent af framlögum sem stjórnmálaflokkurinn Viðreisn fékk á síðasta ári voru úr opinberum sjóðum. Flokkurinn fékk samtals 61 milljón króna í framlög I fyrra. Mest kom úr ríkissjóði, eða tæplega 44 milljónir króna og flokkurinn fékk tæpar sex milljónir frá Alþingi.

Þá fékk flokkurinn tæplega 1,2 milljónir frá Reykjavíkurborg og rúmar 160 þúsund krónur frá Mosfellsbæ. Þrjú fyrirtæki styrktu flokkinn um 400 þúsund krónur hvert, en það er hámarksupphæð sem stjórnmálaflokkur má þiggja frá fyrirtækjum. Fyrirtækin þrjú eru Varðberg ehf, útgerðarfélagið Brim og Síminn.

Flokkurinn fékk í heild 5,6 milljónir frá einstaklingum. Þrír kjörnir fulltrúar styrktu flokkinn um meira en tvö hundruð þúsund krónur hvert, en það voru þingmennirnir Jón Steindór Valdimarsson og Hanna Katrín Friðriksson og borgarfulltrúinn Pawel Bartoszek  
 

Jón Hákon Halldórsson
Fréttastofa RÚV