Athugið þessi frétt er meira en 6 ára gömul.

Þrjú framboð á móti aðild Íslands að NATO

Mynd með færslu
 Mynd: Shutterstock
Alþýðufylkingin, Húmanistaflokkurinn og Vinstri hreyfingin grænt framboð eru á móti veru Íslands í Atlantshafsbandalaginu, NATO. Björt framtíð, Dögun og Píratar hafa ekki tekið afstöðu til aðildar.

Aðrir flokkar; Flokkur fólksins, Framsóknarflokkurinn, Samfylkingin, Sjálfstæðisflokkurinn og Viðreisn, eru hlynnt aðild að NATO. Þetta kemur fram í svörum framboðanna við fyrirspurn Samtaka hernaðarandstæðinga. 

Samtökin spurðu einnig um afstöðu stjórnmálahreyfinganna til þess að hugsanlega kunni bandarísk hernaðaryfirvöld að hafa áhuga á auknum umsvifum hér á landi. Aðeins Framsóknarflokkurinn, Sjálfstæðisflokkurinn og Viðreisn segjast myndu líta slíkar hugmyndir jákvæðum augum. 

Íslenska þjóðfylkingin svaraði ekki spurningum Samtaka hernaðarandstæðinga. 
 

 

asrunbi's picture
Ásrún Brynja Ingvarsdóttir
Fréttastofa RÚV