Þrír Danir létust í árásinni á Sri Lanka

21.04.2019 - 17:10
Erlent · Asía · Sri Lanka
epa07520270 Denmark's Prime Minister Lars Loekke Rasmussen makes a statement on the Sri Lanka bombings and the three Danish casulties during a press confernce in the Prime Ministers Office in Copenhagen, Denmark, 21 April  2019. According to police at least 207 people were killed and more than 400 injured in a coordinated series of blasts during the Easter Sunday service at churches and hotels in Sri Lanka on 21 April 2019.  EPA-EFE/Olafur Steinar Gestsson  DENMARK OUT
Lars Løkke Rasmussen, forsætisráðherra, hélt blaðamannafund í forsætisráðneytinu í dag.  Mynd: EPA-EFE - RITZAU SCANPIX
Þrír danskir ríkisborgarar létust í hryðjuverkaárásunum á Sri Lanka í dag. Lars Løkke Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur, sagði á stuttum fréttamannafundi í dag að allt verði gert til að aðstoða þá dönsku ríkisborgara sem eru á Sri Lanka.

„Við verðum að standa saman til að berjast gegn öfgahyggju og hryðjuverkum,“ sagði Lars Løkke. Danski herinn ætlar að senda flugvél til höfuðborgarinnar Colombo, að því er Danska ríkisútvarpið, DR, greinir frá. Ekkert danskt sendiráð er á Sri Lanka og fara lögreglumenn og fulltrúar borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins með vélinni til Sri Lanka. Sendiherra Dana í Nýju-Delí á Indlandi og fleira starfsfólk sendiráðsins er einnig á leið til Sri Lanka. 

Bretar, Hollendingar og Bandaríkjamenn voru einnig meðal þeirra sem féllu í hryðjuverkaárásunum. Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði í yfirlýsingu að unnið væri að því að veita Bandaríkjamönnum á Sri Lanka hjálp. 

freyrgigja's picture
Freyr Gígja Gunnarsson
Fréttastofa RÚV
dagnyhe's picture
Dagný Hulda Erlendsdóttir
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi