Þriggja sólarhringa útsending að klárast

Þriggja sólarhringa útsending að klárast

10.09.2019 - 18:40
Lokadagur útvarps maraþons RÚV núll og Ung RÚV er runninn upp en á þriðjudagskvöld lokuðu fjórir dagskrárgerðarmenn sig inni í Stúdíó 9 og senda út í beinni viðstöðulaust.

Þaðan senda þau út í hljóði og mynd í þrjá sólarhringa og ræða við fólk um vímuefnavandann. Fjöldi landsþekktra tónlistarmanna tekur lagið í beinni útsendingu. Meðal þeirra sem koma fram eru Una Stef, Beta Ey, Jón Jónsson, JóiPé og Króli og margir fleiri.

Í dag, föstudag, er meðal annars von á Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra, Baldvin Z leikstjóra, Loga Pedro tónlistarmanni, Kristófer Acox körfuboltamanni svo fátt eitt sé nefnt. Þá stíga á stokk Friðriki Dór, Herra Hnetusmjör og Huginn og hljómsveitin Hipsumhaps. Það er líka stutt í gamanið því Lalli töframaður kennir krökkunum töfrabrögð fljótlega eftir hádegi. 

Að þessu sinni er safnað fyrir Eitt líf, sem stofnað var til minningar um Einar Darra Óskarsson sem varð bráðkvaddur á heimili sínu vegna lyfjaeitrunar í fyrra.

Það eru Hafsteinn Vilhelmsson, Helga Margrét Höskuldsdóttir, Mikael Emil Kaaber og Snærós Sindradóttir sem læsa sig inni. Búið er að koma fyrir kojum í hljóðverinu og tjillherbergi. Og svo er búið að skreyta og gera fínt.

Útsendingin hófst klukkan 19 þriðjudaginn 10. september.

 

Tengdar fréttir

Menningarefni

„Það gerist alltaf eitthvað óvænt í beinni“

Í beinni útsendingu í þrjá sólarhringa