Athugið þessi frétt er meira en 5 ára gömul.

Þriðjungur telur krónuna framtíðargjaldmiðil

10.10.2016 - 15:28
Mynd með færslu
 Mynd:
Ríflega þriðjungur þeirra sem tekið hafa kosningapróf RÚV telja að krónan sé framtíðargjaldmiðill landsins. 60% eru því hins vegar mjög eða frekar ósammála. Rúmlega 28.000 hafa svarað spurningunni um framtíðargjaldmiðil Íslands. Fólk er beðið um að svara því hversu sammála eða ósammála það er fullyrðingunni: „Íslenska krónan er framtíðargjaldmiðill Íslands.“

Eins og fyrr segir eru um 60% frekar ósammála eða ósammála því að krónan sé framtíðargjaldmiðill landsins. Af þeim eru ríflega 8.500 því algjörlega ósammála eða um það bil 30%. Þriðjungur er frekar sammála eða sammála því að halda krónunni og 14% eru algjörlega á þeirri skoðun.

Þá er meirihluti þeirra sem hafa tekið kosningaprófið á móti því að selja bankana á næsta kjörtímabili. Samtals um 57% er mjög eða frekar ósammála. 

Hægt er að taka kosningaprófið á ruv.is en rétt er að geta þess að prófið er til gamans gert en getur gefið vísbendingar um það með hvaða frambjóðanda fólk eigi mesta samleið með.

 

larao's picture
Lára Ómarsdóttir