Frá þessu er greint í Morgunblaðinu í dag. Egill Örn Jóhannsson, formaður Félags íslenskra bókaútgefenda, segir í viðtali við blaðið að þessu verði ekki lýst öðruvísi en sem hruni. Hann segir að ellefu prósenta samdráttur hafi verið í bóksölu á síðasta ári og rekur það ekki síst til þess að virðisaukaskattur hækkaði úr sjö prósentum í ellefu. Hann segir að stjórnvöld hafi brugðist við þegar harðnað hafi á dalnum í öðrum atvinnugreinum, svo sem fataverslun, og biður um að bókaútgáfunni verði sýndur sami skilningur.
Fram kemur í fréttinni að ársvelta í bókaútgáfu hafi farið úr 3,57 milljörðum króna árið 2008 í 2,46 milljarða í fyrra. Fyrstu fjóra mánuði ársins hafi veltan dregist saman um tæp átta prósent.