Khmer (kambódíska) nýársfögnuðurinn stendur í þrjá daga og er mikil hátíð. Það mætti líkja þessari hátíð við íslensk jólahöld. Fjölskyldan kemur saman, borðar, dansar og syngur. Fólk heiðrar forfeður sína og látna ættingja, þrífur dýrlingastyttur og grafhýsi auk þess að færa þeim gjafir. Árný og Daði dansa khmer dansa með innfæddum og fagna nýja árinu í innflytjenda-garðveislu þar sem Daði tekur lagið. Skötuhjúin rekast á sölubás með steiktum pöddum og smakka nokkrar engisprettur og bjöllur.