Jarðskjálfti að stærð 4,0 varð á norðurbrún Bárðarbunguöskjunnar klukkan 13:17 í dag. Þetta er þriðji stærsti skjálfti frá goslokum í Holuhrauni í febrúar í fyrra. Um tuttugu eftirskjálftar hafa fylgt í kjölfarið . Þeir stærstu mældust 3,2 klukkan 13:18 og 3,9 klukkan 13:45.