Athugið þessi frétt er meira en mánaðargömul.

Þriðja skotárásin í Flórída á tveimur árum

27.08.2018 - 10:29
Police barricade a street near the Jacksonville Landing in Jacksonville, Fla., Sunday, Aug. 26, 2018. Florida authorities are reporting multiple fatalities after a mass shooting at the riverfront mall in Jacksonville that was hosting a video game
 Mynd: AP
Mennirrnir tveir sem létu lífið í skotárás á tölvuleikjamóti í Jacksonville í Flórída-ríki Bandaríkjanna í gær voru þekktir spilarar meðal þeirra sem léku Madden NFL, leik um amerískan fótbolta. Eli Clayton, var 21 árs og Taylor Robertson var 27 ára, og skilur eftir sig konu og börn.

Mikið var í húfi því sigurvegari mótsins kemst áfram í úrslitakeppni í Las Vegas þar sem keppt er um 165 þúsund dollara peningaverðlaun, jafnvirði rúmlega átján milljóna íslenskra króna. -

Árásarmaðurinn hefur verið nafngreindur. Hann hét David Katz, 24 ára, þátttakandi í mótinu. Hann svipti sig lífi á vettvangi. 

Í frétt Reuters er haft eftir vitnum að Katz hafi verið ósáttur við slakan árangur sinn á mótinu. Robertson var sigurvegari mótsins í fyrra en Katz árið áður.  

Þetta er þriðja skotárásin í Flórída á tveimur árum. 49 létu lífið í skotárás á Pulse næturklúbbnum í Orlando árið 2016 og 17 í skotárás í Marjory Stoneman Douglas gagnfræðaskólanum í Parkland í febrúar á þessu ári.