Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Þrettán vilja verða sveitarstjóri í Súðavík

01.03.2019 - 16:55
Myndir teknar með dróna.
 Mynd: RÚV - Jóhannes Jónsson
Þrettán vilja verða sveitarstjóri Súðavíkurhrepps, ellefu karlar og tvær konur. Átján sóttu um starfið en fimm drógu umsókn sína til baka.

Tilvonandi sveitarstjóri tekur við starfi Péturs Markan sem hefur verið sveitarstjóri frá árinu 2014 og sagði starfi sínu lausu í janúar.

Umsækjendurnir eru:  

Ársæll Óskar Steinmóðsson, löggiltur fasteignasali

Birgir Marteinsson, lögfræðingur

Björn Sigurður Lárusson, framkvæmdastjóri

Bragi Þór Thoroddsen, lögfræðingur

Garðar Þór Eiðsson, verkefnastjóri hljóðdeildar

Glúmur Baldvinsson, leiðsögumaður

Ingvar Leví Gunnarsson, nemi

Kristinn H Gunnarsson, ritstjóri og framhaldsskólakennari

Magnús Már Þorvaldsson, sviðsstjóri íþrótta- og æskulýðsmála

Snorri Vidal, lögmaður

Sólveig Dagmar Þórisdóttir, framkvæmdastjóri

Steinunn Sigmundsdóttir, löggiltur fasteignasali

Viðar Bjarnason, íþróttastjóri