Athugið þessi frétt er meira en 4 ára gömul.

Þrettán vilja starf sveitarstjóra í Dalabyggð

13.07.2018 - 11:36
Myndir teknar með dróna.
Búðardalur í Dalabyggð Mynd: RÚV - Jóhannes Jónsson
Þrettán sóttu um stöðu sveitarstjóra Dalabyggðar, átta karlar og fimm konur. Umsóknarfrestur rann út 9. júlí. Í tilkynningu sveitarfélagsins segir að nú þegar hafi verið farið yfir umsóknirnar og ákveðið hvaða umsækjendur verði kallaðir í viðtöl. Hagvangur annast ráðningarferlið í samstarfi við sveitarstjórn.

Eftirtaldir sóttu um stöðuna:

Ernir Kárason, verkefnisstjóri 

Gunnólfur Lárusson, rekstrar- og verkefnisstjóri

Hjördís Dröfn Vilhjálmsdóttir, sjálfstætt starfandi

Jónína Kristjánsdóttir, bókari og ráðgjafi

Kristján Sturluson, sérfræðingur

Linda Björk Hávarðardóttir, framkvæmdastjóri

Matthías Magnússon, framkvæmdastjóri

Sigurbjörg Kristmundsdóttir, verslunarstjóri

Sigurður Torfi Sigurðsson, framkvæmdastjóri

Sveinbjörn Freyr Arnaldsson, framkvæmdastjóri

Valdimar Leó Friðriksson, framkvæmdastjóri

Þorbjörg Gísladóttir, skrifstofu- og mannauðsstjóri

Þórður Valdimarsson, verkefnisstjóri