Athugið þessi frétt er meira en 4 ára gömul.

Þorsteinn leiðir Alþýðufylkingu í NA-kjördæmi

Mynd með færslu
 Mynd: Kastljós
Þorsteinn Bergsson bóndi og dýraeftirlitsmaður á Egilsstöðum verður oddviti Alþýðufylkingarinnar í Norðausturkjördæmi í komandi alþingiskosningum. Gengið var frá listanum á aðalfundi flokksins í kjördæminu á laugardag. Þar var Þorsteinn jafnframt kjörinn formaður félagsins.

Listinn er þannig skipaður:

1. Þorsteinn Bergsson, dýraeftirlitsmaður, Egilsstöðum
2. Bjarmi Dýrfjörð, nemi, Akureyri
3. Ragnhildur Hallgrímsdóttir, leikskólakennari, Akureyri
4. Björgvin Rúnar Leifsson, sjávarlíffræðingur, Húsavík
5. Anna Hrefnudóttir, myndlistarkona, Stöðvarfirði
6. Baldvin H. Sigurðsson, matreiðslumeistari, Akureyri
7. Stefán Rögnvaldsson, bóndi, Leifsstöðum Öxarfirði
8. Þórarinn Hjartarson, stálsmiður, Akureyri
9. Guðmundur Beck, verkamaður, Gröf 3 Eyjafjarðarsveit
10. Sóldís Stefánsdóttir, sjúkraliði, Akureyri
11. Sigurður Ormur Aðalsteinsson, nemi, Akureyri
12. Þórarinn Sigurður Andrésson, listamaður og skáld, Seyðisfirði
13. Hilmar Dúi Björgvinsson, skrúðgarðyrkjufræðingur, Svalbarðseyri
14. Gunnar Helgason, rafvélavirki, Akureyri
15. Hrafnkell Brynjarsson, nemi, Akureyri
16. Steingerður Kristjánsdóttir, nemi, Svalbarðseyri
17. Ása Þorsteinsdóttir, nemi, Egilsstöðum
18. Svandís Geirsdóttir, ræstitæknir, Akureyri
19. Jón Heiðar Steinþórsson, bóndi, Ytri-Tungu, Tjörnesi
20. Ólafur Þ. Jónsson, skipasmiður, Akureyri

hallgrimur's picture
Hallgrímur Indriðason
Fréttastofa RÚV