Þorsteinn fékk 98,5 prósent í varaformanninn

11.03.2018 - 15:03
Mynd með færslu
 Mynd: RÚV
Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, var kjörinn varaformaður flokksins á landsþingi hans í Reykjanesbæ í dag. Hann hlaut 98,5% atkvæða. Þorsteinn tekur við embættinu af Jónu Sólveigu Elínardóttur. Hún var kosin varaformaður á stofnfundi Viðreisnar en lýsti því yfir eftir að hún datt af þingi síðasta haust að hún myndi láta af störfum sem varaformaður.

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir var endurkjörin formaður fyrr í dag með 95,3 prósentum atkvæða. 

Viðbót: Benedikt Jóhannesson, Hildur Bettý Kristjánsdóttir, Karl Pétur Jónsson, Sara Dögg Svanhildardóttir og Sveinbjörn Finnsson voru kosin aðalmenn í stjórn Viðreisnar. Varamenn voru kosin þau Friðrik Sigurðsson og Ingunn Guðmundsdóttir.

Brynjólfur Þór Guðmundsson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi