Athugið þessi frétt er meira en 6 ára gömul.

Þorpsbúum forðað undan skógareldi

21.07.2015 - 08:10
Mynd: HRTV / HRTV
Nokkrir tugir íbúa þorpsins Trstenik á Peljesac skaga í suðurhluta Króatíu hafa verið fluttir að heiman vegna skógarelda.

Að sögn ríkissjónvarps landsins teygðu logarnir sig hættulega nálægt húsum í þorpinu í nótt þannig að vissast þótti að flytja fólkið á brott. Slökkviliðsmenn reyna hvað þeir geta til að bjarga húsunum. Þá logar eldur í furuskógi á eyjunni Korcula í nágrenninu. Þar hafa um 500 hektarar skóglendis brunnið.

Óvenju heitt hefur verið í Króatíu að undanförnu. Suma daga hefur hitinn farið upp undir fjörutíu stig.

asgeirt's picture
Ásgeir Tómasson
Fréttastofa RÚV