Athugið þessi frétt er meira en mánaðargömul.

Þórólfur efstur hjá Pírötum í Reykjanesbæ

29.03.2018 - 16:04
Mynd með færslu
 Mynd: Reykjanesbær
Þórólfur Júlían Dagsson hafnaði í efsta sæti í prófkjöri Pírata í Reykjanesbæ. Prófkjörinu lauk á hádegi. Hrafnkell Brimar Hallmundson er í öðru sæti.

Píratar eiga ekki fulltrúa í bæjarstjórn í Reykjanesbæ á yfirstandandi kjörtímabili. Þeir buðu fram árið 2014 og fengu 2,5 prósent atkvæða.

170 greiddu atkvæði í prófkjörinu og fimm voru í framboði. Niðurstöður kosningarinnar eru eftirfarandi:

  1. Þórólfur Júlían Dagsson
  2. Hrafnkell Brimar Hallmundsson
  3. Margret Sigrún Þórólfsdóttir
  4. Guðmundur Arnar Guðmundsson
  5. Jón Páll Garðarsson

 

dagnyhe's picture
Dagný Hulda Erlendsdóttir