Athugið þessi frétt er meira en 5 ára gömul.

Þorgerður og Jón leiða Viðreisn í Kraganum

Mynd með færslu
 Mynd: RÚV
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, skipar efsta sætið á lista Viðreisnar í Suðvesturkjördæmi fyrir komandi kosningar. Í öðru sæti situr Jón Steindór Valdimarsson alþingismaður. Þorgerður og Jón skipuðu einnig tvö efstu sæti framboðslista flokksins fyrir kosningarnar í fyrra.

Sigríður María Egilsdóttir situr í þriðja sæti listans, en hún var í fimmta sæti framboðslistans í Reykjavíkurkjördæmi suður í fyrra. Sigrún Ingibjörg Gísladóttir, sem var í þriðja sæti framboðslistans í Suðvesturkjördæmi í fyrra og hefur tekið sæti á Alþingi sem varaþingmaður, er ekki á listanum núna.

Listann í heild sinni má sjá hér:

1. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra
2. Jón Steindór Valdimarsson, alþingismaður
3. Sigríður María Egilsdóttir, háskólanemi
4. Ómar Ásbjörn Óskarsson, markaðsstjóri
5. Margrét Ágústsdóttir, sölustjóri
6. Ari Páll Karlsson, starfsmaður Nova
7. Auðbjörg Ólafsdóttir, yfirmaður fjárfestatengsla og samskipta
8. Jón Ingi Hákonarson, ráðgjafi
9. Tamar Klara Lipka Þormarsdóttir, háskólanemi og lögregluþjónn
10. Sigurður J. Grétarsson, prófessor
11. Ásta Rut Jónasdóttir, stjórnmálafræðingur
12. Sigvaldi Einarsson, fjármálaráðgjafi
13. Þórey S. Þórisdóttir, framkvæmdastjóri og doktorsnemi
14. Ólafur Þorri Árnason Klein, háskólanemi
15. Sara Dögg Svanhildardóttir, grunnskólakennari
16. Gylfi Steinn Guðmundsson, háskólanemi og stuðningsfulltrúi
17. Sigríður Þórðardóttir, tölvunarfræðingur
18. Stefán A. Gunnarsson, BA í sagnfræði
19. María Kristín Gylfadóttir, sérfræðingur
20. Benedikt Kristjánsson, háskólanemi
21. Kristín Pétursdóttir, forstjóri
22. Pétur Steinn Guðmundsson, lögfræðingur
23. Laufey Kristjánsdóttir, félagsfræðingur
24. Páll Torfi Önundarson, yfirlæknir
25. Ólöf Kolbrún Harðardóttir, óperusöngvari
26. Þórður Sverrisson, fyrrverandi forstjóri

stigurh's picture
Stígur Helgason
Fréttastofa RÚV