Athugið þessi frétt er meira en 5 ára gömul.

Þorgerður Katrín: „Sérstök tilfinning“

11.01.2017 - 17:12
Mynd: Skjáskot / RÚV
Gunnar Bragi Sveinsson afhenti Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur lyklana að sjávarútvegs-og landbúnaðarráðuneytinu og sagði við það tækifæri að hún væri að taka við frábæru ráðuneyti með góðu starfsfólki. „Þú tekur við góðu búi,“ sagði Gunnar sem tekur sér nú sæti hinumegin borðsins sem liðsmaður stjórnarandstöðunnar.

Lyklarnir að ráðuneytinu eru nokkuð sérstakir en forláta hestaskeifa fylgir þeim. „Ég mun fá að leita til þín,“ sagði Þorgerður við Gunnar Braga en hún er í þeirri merkilegu stöðu að vera orðinn ráðherra í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum. Sem hún yfirgaf fyrir kosningarnar í haust og gekk til liðs við Viðreisn.„Sérstök tilfinning,“ sagði Þorgerður.

freyrgigja's picture
Freyr Gígja Gunnarsson
Fréttastofa RÚV