Athugið þessi frétt er meira en 9 ára gömul.

Þjófnaður upp á sex millljarða

01.11.2012 - 14:19
Mynd með færslu
 Mynd:
Þjófnaður úr verslunum er talinn nema um sex milljörðum króna á ári. Þetta kemur fram í greinargerð sem Samtök verslunar og þjónustu hafa sent innanríkisráðherra.

Samtökin eru óánægð með að ekki séu fleiri bótakröfur samþykktar fyrir dómstólum þegar dæmt er í þjófnaðarmálum. Kröfum sé gjarnan vísað frá þar sem farið sé að gera kröfur um að forstjórar fyrirtækja og verslana mæti sjálfir í dómsal til að leggja kröfuna fram.

Samantekt samtakanna á dómum héraðsdóms síðastliðin tvö ár sýni að bótakröfum upp á rúmar 16 milljónir króna hafi verið vísað frá en fallist hafi verið á kröfur að upphæð rúmar tvær milljónir.