Athugið þessi frétt er meira en 4 ára gömul.

Þjófarnir áfram í gæsluvarðhaldi

16.03.2018 - 16:41
Mynd með færslu
 Mynd: Ruv
Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði karlmennina fjóra sem verið setið hafa í haldi vegna innbrota í fjögurra vikna áframhaldandi gæsluvarðhald í dag.

Það er gert á grundvelli rannsóknarhagsmuna og síbrota að kröfu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í tengslum við rannsókn hennar á innbrotum í umdæminu, segir í tilkynningu frá lögreglunni.