Þjóðvegur eitt enn lokaður

Mynd með færslu
Tvær þyrlur við Landspítalann með slasaða úr rútuslysinu Mynd: Þórdís Arnljótsdóttir - RÚV
Rannsóknarteymi lögreglunnar vinnur enn að vettvansrannsókn banaslyss sem varð í Eldhrauni skammt vestan Kirkjubæjarklausturs um klukkan ellefu í morgun. Rúta og fólksbíll skullu þar saman með þeim afleiðingum að rútan valt út af veginu og niður í dæld. Þeir sem slösuðust hafa verið fluttir undir læknis hendur. Vegurinn er enn lokaður vegna rannsóknarinnar og óvíst hvenær hann verður opnaður að nýju.

 

Vegfarendur geta farið hjáleið um Meðallandsveg til suðurs frá Þjóðvegi eitt skammt austan við brúna yfir Kúðafljót. Meðallandsvegur kemur aftur upp á Þjóðveg eitt við Kirkjubæjarklaustur.

Þar sem vegurinn um Meðalland er einbreiður malarvegur er fólk beðið um að fara með sérstakri gát. 

 

kristins's picture
Kristín Sigurðardóttir
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi