Athugið þessi frétt er meira en 8 ára gömul.

Þjóðminjasafnið lánar gripi til Þýskalands

Mynd með færslu
 Mynd:

Þjóðminjasafnið lánar gripi til Þýskalands

13.08.2013 - 15:42
Þjóðminjasafnið tekur þátt í sýningu í Paderborn í Þýskalandi um útbreiðslu kristni í Evrópu á miðöldum. Um átta hundruð gripir víðsvegar að úr heiminum eru á sýningunni.

Þjóðminjasafnið lánaði til sýningarinnar gripi sem fundust við fornleifauppgröft á Þórarinsstöðum í Seyðisfirði.Þeir eru steinkross frá Hamborg, altarissteinn frá Miðjarðarhafi, dönsk mynt og klassískur hringur. Í tilkynningu frá Þjóðminjasafninu segir að gripirnir geti varpað ljósi á útbreiðslu kristni á Íslandi en þeir eru allir taldir vera frá árinu 1000.