Athugið þessi frétt er meira en 7 ára gömul.

Þjóðin ætti að kjósa um áfengisfrumvarp

Mynd: RÚV / RÚV
Róbert Marshall, þingmaður Bjartrar framtíðar, segir að ef áfengisfrumvarpið nái fram að ganga á þingi ætti forseti Íslands að vísa því til þjóðaratkvæðagreiðslu. Vilhjálmur Árnason segist lítast vel á að þjóðin greiði atkvæði um málið en vill síður gera breytingu á frumvarpinu þess efnis.

Áfengisfrumvarpið svokallaða var afgreitt út úr allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis á dögunum. Málið er því komið lengra en margir töldu að það myndi ná en ekki er útséð um framhaldið enda deildar meiningar um það á þingi og í samfélaginu. Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og flutningsmaður frumvarpsins, og Róbert Marshall, þingmaður Bjartrar framtíðar, ræddu málið í Síðdegisútvarpinu. 

bergsteinn's picture
Bergsteinn Sigurðsson
dagskrárgerðarmaður