Athugið þessi frétt er meira en 8 ára gömul.

Þjóðhátíðarstemning hjá púlurum í Kópavogi

Mynd með færslu
 Mynd:

Þjóðhátíðarstemning hjá púlurum í Kópavogi

22.03.2014 - 12:04
Sannkölluðu þjóðhátíðarstemning var hjá íslenskum stuðningsmönnum Liverpool í Kópavogi þegar að Robbie Fowler, einn dáðasti leikmaður félagsins, áritaði treyjur og sat fyrir á ljósmyndum í ReAct-versluninni í Bæjarlind. Löng röð hafði myndast fyrir framan verslunina áður en Fowler mætti á svæðið.

Fowler er staddur hér á landi í tengslum við árshátíð íslenska Liverpool-klúbbsins þar sem hann verður heiðursgestur. Hann ætlar jafnframt að horfa á leik Cardiff og Liverpool með íslenskum stuðningsmönnum á veitingastaðnum Spot klukkan þrjú í dag.

Fowler er í guðatölu hjá stuðningsmönnum Liverpool. Hann lék á sínum tíma 266 leiki með félaginu og skoraði í þeim 128 mörk. Ferill hans var nokkuð skrautlegur - hann var til að mynda sektaður um sextíu þúsund pund fyrir að fagna marki gegn Everton með því að þykjast taka kókaín við hliðarlínuna.

Fowler lék 236 leiki með Liverpool á árunum 1993 til 2001 en þá var hann seldur fyrir tólf milljónir punda til Leeds.  Þaðan fór hann til Manchester City áður en hann snéri aftur á Anfield. Hann yfirgaf félagið aftur 2007 og fór þá til Cardiff, þaðan lá leiðin til Blackburn og síðan til Ástralíu. Fowler lék 26 sinnum fyrir enska landsliðið og skoraði sjö mörk. 

Tengdar fréttir

Mannlíf

Beðið eftir Fowler í Kópavogi