Þjóðhátíðardressið

Mynd: RÚV / RÚV

Þjóðhátíðardressið

02.08.2018 - 15:44
Fatnaður er líklega með mikilvægari hlutum sem þarf að hafa með sér á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum. En hvað er nauðsynlegt að taka með sér á eyjuna grænu?

Karen Björg Þorsteinsdóttir tískuspekingur Núllsins fór yfir þá hluti sem vert er að hafa með sér yfir þessa helgina. 

Pollagallinn er að sjálfsögðu mikilvægur enda er allra veðra von. Hvort sem það eru pollabuxur eða pollajakkar þá er gott að hafa eitthvað til þess að vernda mann frá mestu bleytunni. 

Lopapeysur eru líka alltaf góð hugmynd enda ómögulegt að skemmta sér þegar manni er kalt, ef ekki lopapeysa þá er einhver annarskonar hlý peysa góð hugmynd. 

Mynd með færslu
 Mynd: Pinterest
Spurning hvort dalurinn verði málaður appelsínugulur?

Vinahópar hafa oft haft það fyrir hefð að vera í samstæðum peysum eða jökkum en það getur bryddað skemmtilega uppá lífið ef maður nennir að standa í því. 

Mynd með færslu
 Mynd: Pinterest
Þessar vinkonur skelltu sér á Þjóðhátíð í stíl

Nokkrir aukahlutir sem gott er að hafa með sér eru mittisveski, bakpoki og brúsi til að hafa um hálsinn til þess að týna örugglega ekki drykknum sínum. Svo er auðvitað mikilvægast að ganga hægt um gleðinnar dyr og bera virðingu fyrir náunganum. 

Karen Björg fór yfir þjóðhátíðartískuna í Núllinu og hægt er að hlusta á viðtalið í spilaranum hér fyrir ofan.