Athugið þessi frétt er meira en 6 ára gömul.

Þjálfari Ekvador setti heimsmet

epa04790054 Ambar Torres of Ecuador (2-R) looks up at the score clock while Cameroon players celebrate their third goal of the game during the FIFA Women's World Cup 2015 group C match between Cameroon and Ecuador in Vancouver, Canada, 08 June 2015.
Leikmenn Ekvador hnípnir gegn Kamerún Mynd: EPA

Þjálfari Ekvador setti heimsmet

11.06.2015 - 06:21
Þjálfari Ekvador setti heimsmet þegar lið hennar mætti Kamerún í fyrstu umferð heimsmeistarakeppni kvenna í knattspyrnu á mánudag. Varð hún yngsti þjálfari sögunnar til þess að stýra knattspyrnuliði á heimsmeistaramóti.

Vanessa Arauz stýrði Ekvador í 6-0 tapi gegn Kamerún, en bæði lið eru að spila í fyrsta sinn á HM. Arauz er fædd í febrúar árið 1989 og er því aðeins 26 ára gömul. Hún hefur þó ágætis reynslu af þjálfun landsliðsins. Árið 2011 var hún ráðin sem aðstoðarþjálfari þess og tók svo við sem aðalþjálfari árið 2013.

Yngsti þjálfari í sögu HM karla er Juan Jose Tramutola sem sá um að stýra landsliði Argentínu á HM 1930. Hann var 27 ára og 267 daga gamall þegar Argentína mætti Frökkum í opnunarleik þess móts sem fram fór í Úrúgvæ.