Athugið þessi frétt er meira en 9 ára gömul.

Þingvallavatn er að breytast

03.04.2013 - 09:25
Mynd með færslu
 Mynd:
Þingvallavatn er að breytast vegna loftslagshlýnunar og meiri næringarefna í vatninu. Hilmar Malmquist vatnalíffræðingur og forstöðumaður Náttúrurfræðistofu Kópavogs sem rannsakað hefur vatnið segir að fari allt á versta veg geti kerfi vatnsins umturnast.

Hann segir að blikur séu á lofti. Vatnið sé að breytast í takt við breytingar í umhverfinu. Vatnið sé að hlýna í kjölfar loftlagshlýnunar.  Og það líti út fyrir að styrkur næringarefna í írennsli vatnsins sé að aukast. Þetta hefur áhrif á lífríki vatnsins segir Hilmar. " Þörungarnir taka við sér með auknum næringarefnastyrk. Flestir þekkja Þingvallavatn sem blátt, tært og kalt vatn, en með þessum breytingum kann bláminn að minnka og tærleikinn sömuleiðis. Ef þetta fer á versta veg þá umturnast kerfið og það þekkja menn annar staðar frá með stöðuvötn. Ástandið er fjarri því að vera svona slæmt í Þingvallavatni og almennt talað er ástandið gott, en það stefnir ekkert vel. Það er erftitt að segja til um hve langan tíma þetta tekur. Svona kerfi getur breyst mjög hratt, ef þau ná einhverju þröskuldsgildi.  Menn þekkja ekki það gildi. Það lítur út fyrir að langt sé í það, en erfitt að fjölyrða um það. Þetta er að hluta gangur náttúrunnar, en það lítur sannarlega út fyrir  að maðurinn sé að setja mark sitt á umhverfið og það þekkjum við best með hlýnun loftslags, en næringaefnaukningin í vatninu í vatninu stafar fyrst og fremst af manna völdum". sagði Hilmar Malmquist í Morgunútvarpinu á Rás tvö í morgun.  

Fjallað verður um Þingvallavatn á sérstakri málstofu sem Náttúruverndarsamtök Suðvesturlands og Suðurlands standa sameiginlega fyrir í húsnæði Ferðafélags Íslands í Mörkinni í Reykjavík í dag.