Athugið þessi frétt er meira en 10 ára gömul.

Þingmenn VG krefjast endurskoðunar

28.07.2012 - 08:56
Mynd með færslu
 Mynd:
Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra, fer fram á að endurskoðuð verði ákvörðun ríkisstjórnarinnar um að fara hjáleið í Grímstaðamálinu svokallaða, til að gera kínverska fjárfestinum Huang Nubo kleift að leigja Grímsstaði á Fjöllum. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag.

Flokksfélagar Ögmundar, Guðfríður Lilja Grétarsdóttir og Jón Bjarnason taka í sama streng og krefjast þess að undanþágan verði afturkölluð.

Þá vill Jón að formaður flokksins, Steingrímur J. Sigfússon, geri grein fyrir sínum þætti í málinu og á hvaða forsendum hann hafi tekið ákvörðun um undanþáguna. Innanríkisráðherra hyggst taka málið upp á ríkisstjórnarfundi á þriðjudag.