Athugið þessi frétt er meira en 5 ára gömul.

Þingmenn staðfesti siðareglur með undirskrift

23.02.2016 - 07:22
Mynd með færslu
 Mynd: Rúv
Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd leggur til að alþingismenn staðfesti að þeir hafi kynnt sér siðareglur með undirskrift. Þá er undirstrikað að þriggja manna nefnd sem er ætlað að fjalla um álitamál sé einungis ráðgjefandi, úrskurðunarvald sé hjá forsætisnefnd.

Þetta er á meðal þess sem kom fram þegar Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd fjallaði um þingsályktunartillögu um siðareglur fyrir alþingismenn þann 16.febrúar. Siðareglunum er ætlað að efla gagnsæi í störfum alþingismanna, svo og tiltrú og traust almennings á Alþingi. Breytingartillögur nefndarinnar má lesa í heild sinni hér.

Nefnd sem fjalla á um meint brot á siðareglum verður skipuð til fimm ára í senn og er skipuð af forsætisnefnd. Hlutverk nefndarinnar sé að gaumgæfa álitamál en einnig að þingmenn geti skotið málum til hennar ef þeir telji sig borna röngum sökum. Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd undirstrikar að aðeins sé um ráðgefandi nefnd að ræða og forsætisnefnd fjalli um niðurstöður hennar.

 

asgeirjo's picture
Ásgeir Jónsson
Fréttastofa RÚV