Athugið þessi frétt er meira en mánaðargömul.

Þingmenn Pírata hittast í dag

04.12.2016 - 12:33
Mynd með færslu
 Mynd: RÚV
Þingflokkur Pírata hittist í dag til að fullmóta tillögur um hvernig stjórnarmyndunarviðræður þeirra með Vinstri grænum, Viðreisn, Bjartri framtíð og Samfylkingu ganga fyrir sig.

 

Smári McCarthy þingmaður Pírata segir að verið sé að setja saman tillögu að verkferlum sem á að bera undir forsvarsmenn hinna flokkanna. Áhersla er lögð á að þetta séu aðeins tillögur en ekki áætlun um hvernig mynda eigi ríkisstjórn. Búist er við að eftir fundinn í dag liggi þessar tillögur fyrir og þá kemur til kasta hinna flokkanna að skoða þær. Ekki er búist við að formlegir fundir hefjist í dag um myndun nýrrar ríkisstjórnar.
 

 

hallgrimur's picture
Hallgrímur Indriðason
Fréttastofa RÚV