Þingmaður Miðflokksins biður Pírata afsökunar

21.02.2019 - 10:50
Mynd með færslu
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata og Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Miðflokksins. Mynd:
Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Miðflokksins, bað Þórhildi Sunnu Ævarsdóttur, þingmann Pírata, í morgun afsökunar á því að hafa í ræðustól Alþingis í gær velt því upp hvort hún hefði reynslu af þungunarrofi. Það gerði þingmaðurinn í umræðum um frumvarp um breytingar á lögum um fæðingar- og foreldraorlof.

„Í umræðum hér í gærkvöldi og í viðræðum við háttvirtan þingmann Þórhildi Sunnu Ævarsdóttur notaði ég óviðurkvæmilegt orðalag sem að ég vil af sama stóli biðja háttvirtan þingmann velvirðingar á. Það er svo eins og við vitum öll að okkur ber að umgangast hvort annað hér í þessum sal af kurteisi og virðingu. Upp á hvort tveggja skorti í mínu tilfelli í gærkvöldi og ég endurtek afsökunarbeiðni mína til háttvirts þingmanns og þakka forseta fyrir það tækifæri að fá að koma hér upp og fá að flyta þetta héðan af þessum stól, takk,“ sagði Þorsteinn á Alþingi í morgun.

Vísir fjallaði í gær um orð Þorsteins

dagnyhe's picture
Dagný Hulda Erlendsdóttir
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi