Athugið þessi frétt er meira en 3 ára gömul.

Þingmaður gerir athugasemdir við hótelkostnað

18.09.2018 - 16:07
Guðmundur Ingi Kristinsson
Guðmundur Ingi Kristinsson þingmaður Flokks fólksins og flutningsmaður breytingartillögunnar. Mynd: RÚV
Guðmundur Ingi Kristinsson, þingmaður Flokks fólksins, sagði í ræðustól Alþingis í dag að hann væri hugsi yfir því hverju ferð hans til Grænlands eigi að skila og af hverju hún hafi verið farin. Þá gerði hann athugasemdir við hótelkostnað ferðarinnar.

Guðmundur er nýkominn úr sinni fyrstu utanlandsferð á vegum þingsins, ferð velferðarnefndar til Nuuk á Grænlandi. Hann gerði athugasemdir við það að hann hafi gist á dýrasta hóteli sem hann hafi nokkru sinni gist á og hvers vegna þurfi að senda stóran hóp á vegum Alþingis til að samþykkja áður gerðar ályktanir. 

„Ef að ég er að borga þarna meira en helmingi dýrara hótel og við erum að borga helmingi meira fyrir Þingvelli og hátíðina þar þá spyr ég mig að því bara er þetta gegnumgangandi á þinginu þurfum við ekki að fara að endurskoða hlutina og á sama tíma er hver fréttatíminn á öðrum þar sem koma börn fram og fá ekki þjónustu vegna þess að það þarf að laga í þeim góminn það þarf að laga í þeim tennurnar. “ sagði Guðmundur á Alþingi í dag. 

 

johannav's picture
Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir
Fréttastofa RÚV