„Þetta voru gífurlega erfiðir dagar“

Mynd: RÚV / RÚV

„Þetta voru gífurlega erfiðir dagar“

29.09.2018 - 09:00

Höfundar

Fyrir tíu árum féllu íslensku bankarnir einn af öðrum á nokkrum dögum eins og dómínókubbar. Íslenska ríkið tók yfir rekstur bankanna en enginn sá fyrir hverjar afleiðingarnar yrðu fyrir íslenskt samfélag og sjálfsmynd landsmanna. Í ör-útvarpsþáttunum Nokkrir dagar í frjálsu falli á Rás 1 verða atburðirnir rifjaðir upp. Hér má hlusta á fyrsta þáttinn.

Fólkið í bönkunum

Fyrsti þátturinn í seríunni Nokkrir dagar í frjálsu falli, sem verður á dagskrá daglega á Rás 1 kl. 12.55 frá 29. september til 6. október, ber undirtitilinn Fólkið í bönkunum. Viðmælendur í honum eru Andrés Erlingsson fyrrum starfsmaður Landsbankans og Gunnur Vilborg Guðjónsdóttir sem vann í tvær vikur í Glitni eftir að hann var þjóðnýttur. 

Atburðirnir i kringum mánaðarmótin september-október árið 2008 gerðust hratt og óvissan var mikil. Í þáttunum Nokkrir dagar í frjálsu falli verða atburðir daganna rifjaðir upp en ivðmælendur í þáttunum koma úr ýmsum áttum og segja frá sýn sinni á hræingarnar og velta vöngum yfir óvissunni sem þá ríkti í samfélaginu.

Umsjónarmenn þáttanna eru Guðni Tómasson og Þorgerður E. Sigurðardóttir.