Athugið þessi frétt er meira en 4 ára gömul.

Þetta kaus Ingileif

Mynd: Skjáskot / RÚV
„Hvað í fjandanum á ég að kjósa?“ spurði Ingileif Friðriksdóttir þegar kosningabaráttan hófst. Hún hefur síðustu vikur hitt forystumenn flokkanna og spurt þá út úr um stefnu þeirra til að hjálpa sér við að gera upp hug sinn. Hægt hefur verið að fylgjast með henni á miðlum RÚV. Í dag kaus Ingileif svo og setti x-ið við C, listabókstaf Viðreisnar.

Ingileif sagðist eiga erfitt með að tilkynna opinberlega hvað hún hefði kosið en þar sem hún hefði skuldbundið sig til þess ætlaði hún að gera það. Hún sagði Viðreisn, Vinstri-græn og Samfylkinguna hafa tikkað í flest box hjá sér en að lokum hefði Viðreisn orðið fyrir valinu.

Brynjólfur Þór Guðmundsson
Fréttastofa RÚV