Athugið þessi frétt er meira en 4 ára gömul.

„Þetta er bara stórkostleg tónlist“

Mynd: Hulda G. Geirsdóttir / RÚV

„Þetta er bara stórkostleg tónlist“

01.04.2018 - 12:00

Höfundar

Rokkóperan Jesus Christ Superstar var flutt fjórða árið í röð í Eldborgarsal Hörpu á skírdag, en sýningarnar eru nú orðnar tíu talsins. Flytjendur úr sýningunni heimsóttu Dagvaktina á Rás 2 daginn áður og fluttu þar tvö lög úr Jesus Christ Superstar í beinni útsendingu.

Sýningin, sem skartar meðal annars Eyþóri Inga í hlutverki Jesús, Þór Breiðfjörð sem Júdas og Ragnheiður Gröndal í hlutverki Maríu Magdalenu, hefur nú verið sýnd sjö sinnum í Eldborgarsal Hörpu frá árinu 2015 og þrisvar sinnum í Hofi á Akureyri.

„Þetta er bara stórkostleg tónlist frá A til Ö. Hún er ofboðslega fjölbreytt, allt frá því að vera alveg súper dramatísk yfir í að vera mjög lagræn og aðgengileg. Það er óvenju mikið af þekktum lögum sem er ekki algengt í söngleikjum, þó að þetta sér reyndar strangt til tekið ópera,“ segir Eiður Arnarsson.