Athugið þessi frétt er meira en 7 ára gömul.

Þétt dagskrá Hollande - skoðar jökla

15.10.2015 - 10:38
epa04874848 French President, Francois Hollande, speaks to journalists in front of the Suez of an addition to the Suez Canal, in Ismailia, Egypt, 06 August 2015. The latest addition to the canal comes in at 35 kilometers of new canal and the widening of a
Francois Hollande, forseti Frakklands. Mynd: EPA - REUTERS / POOL
Dagskrá Francois Hollande, Frakklandsforseta, í dagsferð hans hingað til lands er ansi þétt. Hann fer meðal annars í sérstaka skoðunarferð með forsetahjónunum um jöklasvæði þar sem vísindamenn ætla útskýra áhrif loftslagsbreytinga á bráðnun jökla.

Þetta er meðal þess sem kemur fram í tilkynningu frá forsetaembættinu. Með Hollande í för er fjölmenn sendinefnd franskra embættismanna, vísindamanna og sérfræðinga.

Hollande flytur stefnuræðu á þingi Hringborðs Norðurslóða í Hörpu klukkan 18:15 á morgun. Eftir hana heldur Hollande í Höfða þar sem hann hittir Frakklandsvini og annað áhrifafólk í samstarfi Íslands og Frakklands.

Um klukkan 20 verður síðan boðið til hátíðarkvöldverðar á Bessastöðum en Hollande heldur af landi brott að honum loknum. 

 

freyrgigja's picture
Freyr Gígja Gunnarsson
Fréttastofa RÚV