Athugið þessi frétt er meira en 3 ára gömul.

Þekktasta verk Leccia í Listasafni Íslands

Mynd: hallaharðar  / hallaharðar

Þekktasta verk Leccia í Listasafni Íslands

18.01.2018 - 17:20

Höfundar

Vidjóverkið og innsetningin La Mer, eða Hafið, yfirtekur heilan sal í Listasafni Íslands. Víðsjá ræddi við Æsu Sigurjónsdóttur um Hafið og höfund þess, hinn korsíkanska Ange Leccia.

„Það sem þetta verk segir mér, er það hversu myndir eru farnar að skipta miklu máli í okkar samtíma, varðandi okkar eigin minningar. Þetta er eitthvað sem er einmitt mikið rætt í listfræðinni. Það eru margir að velta því fyrir sér afhverju svona margir ungir myndlistarmenn séu farnir að vinna með gamalt myndefni,“ segir Æsa Sigurjónsdóttir, dósent í listfræði við Háskóla Íslands og sýningarstjóri sýningarinnar La Mer, sem nú er hægt að sjá í Listasafni Íslands.

Byggja brú milli kvikmynda, nýbylgjurnnar og vídeotækninnar

Verkið La Mer, eða Hafið,  er í senn 60 minútna langt vidjólistaverk og innsetning, og er eitt af þekktari verkum franska myndlistarmannsins Ange Leccia (f.1952). Leccia er frá Korsíku og myndefnið sem birtist í verkinu er  að mestu leiti þaðan.

Leccia er í hópi fyrstu frönsku listamannanna sem tókst að byggja brú á milli kvikmyndaformsins, einkum nýbylgjunnar, og vidjótækninnnar, á milli kvikmyndatjaldsins og sýningarrýmisins. Hann fór snemma að gera tilraunir með re-mix úr þekktum popplögum og kvikmyndum, einkum kvikmyndum Jean-Luc-Godard. 

Víðsjá ræddi við Æsu í Listasafni Íslands og hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni hér að ofan.