Þekking Íslendinga á jöklum og eðli þeirra

Mynd: Þorvarður Árnason / Þorvarður Árnason

Þekking Íslendinga á jöklum og eðli þeirra

07.01.2018 - 11:17

Höfundar

Hvenær og hversu vel gerðu landnámsmenn sér grein fyrir eðli jökla og áhrifum. Þekking Íslendinga á jöklum og eðli þeirra birtist með margvíslegum hætti þegar í fornum ritum. Á upplýsingaöld bera hæst skrif Sveins Pálssonar en einnig Grettir Ásmundsson og Fjalla-Eyvindur bjuggu yfir umtalsverðri þekkingu á jöklum.

Þeir Oddur Sigurðsson jarðfræðingur og Þorsteinn Þorsteinsson jarðeðlisfræðingur hafa á síðustu árum dregið saman þá vitneskju sem Íslendingar hafa haft á eðli jökla og hvers þeir eru megnugir. Í fyrirlestri þeirra sem Oddur flutti á ráðstefnunni Jöklar í bókmenntum listum og lífinu kom glöggt að þekking á jöklum er í raun jafngömul landnáminu. 

Íslensk fornrit greina frá jöklum á landinu strax við upphaf byggðar og í Landnámu er að segja má jökulhlaupi lýst í fyrsta sinn í heimsögunni þar sem segir af landamæradeilu þeirra Þrasa í Skógum og Loðmundar í Sólheimum.

Mynd með færslu
 Mynd:  - Einkasafn

Þá er í Egilssögu sagt frá viðbrögðum Kveldúlfs föður Egils við jöklum þeim sem þeir eygðu innar í Borgarfirði. Í Grettissögu segir í fyrsta sinn frá ferð á jökul. Þar ber margt fyrir sjónir sem menn reyna að skýra og má kalla fyrstu jöklafræðilegar ályktanir um sambýli íss og elda. Grettir Ásmundsson mætti þannig titla sem fyrsta jöklafræðing Íslandans.

Skáldskapur opinberar oft sérstæð náttúrufyrirbrigði sem bera við augu ferðalangs og oft er það ekki fyrr en mynd bætist við að merking orða í kvæði opinberast.

Mynd með færslu
 Mynd: Oddur Sigurðsson/Sævar Jóhann
Ljósmynd:Oddur Sigurðsson. Grafík: Sævar Jóhannesson

Guðbrandur Þorláksson biskup lét gera kort af Íslandi í kringum 1570 sem síðan var prentað tuttugu árum síðar og birt í kortabók Merkators og Orteliusar.  Á þessu korti getur í fyrsta sinn að líta merkingar sem tákna jökul.

Mynd með færslu
 Mynd:  - Einkasafn
Ljósmynd: Oddur Sigurðsson
Mynd með færslu
 Mynd:  - Einkasafn
Ljósmynd: Oddur Sigurðsson

Í Íslandslýsingu Odds Einarssonar frá 1590 eru jöklar sagðir stækka vegna versnandi loftslags, rétt tæplega hundrað árum síðar ritar Þórður Þorkelsson Vídalin sitt jöklarit á latínu og skömmu síðar er komið að jarðarbók Árna Magnússonar þar sem margvíslegri hegðan jökla er lýst sem og í Jarðabók Eggerts og Bjarna. Eitt verk hefði þó orðið sýnu merkast af ritum um eðli og háttarlag jarðarinnar og þar með jökla, en það er glötuð bók Sveins Pálssonar læknis. Hefði sú bók náð að vera prentuð er enginn vafi á því, að mati Odds Sigurðssonar, að Sveinn væri talinn faðir jöklafræði í heiminum.

Mynd með færslu
 Mynd:  - Einkasafn
Ljósmynd: Oddur Sigurðsson

Sveinn Pálsson teiknaði einnig myndir af þeim náttúrufyrirbærum sem vöktu athygli hans, meðal annars af Lómagnúp og jöklunum að baki hans sem á myndinni eru Skeiðarárjökull og aftar nokkuð Öræfajökull

Mynd með færslu
 Mynd: Oddur Sigurðsson
Teikning eftir Svein Pálsson. Ljósmynd: Oddur Sigurðsson

Og ef einhverjir furða sig á bláum blæ Eiríksjökuls í myndum Ásgríms Jónssonar er hér sönnun þess að Eiríksjökull á það til að hjúpa sig blárri dulúð.

Mynd með færslu
 Mynd:  - Einkasafn
Ískaldur Eiríksjökull veit allt sem talað er hér. Ljósmynd: Oddur Sigurðsson

Jöklar segja meiri sögu en sína eigin því í þeim eru geymd saga landsins, að minnsta kosti saga eldsumbrot. Með aldursgreiningu öskulaga í ísnum má ákvarða aldur íssins sjálfs. Ís sem nú bráðnar við sporð Brúarjökuls féll að líkindum sem snjór á hábungu jökulsins um það leyti sem Ingólfur Arnarson sté hér á land og úr íslögunum þarna á milli má lesa auk jarðsögu, sögu loftslagsins, hitastig og úrkomu og þannig meta lífskilyrði í landinu á hverjum tíma. Með hopi jöklanna er þessi saga nú óðum að bráðna okkur úr greipum, um það bil fimm ár seitla burt sem vatn á ári hverju.

Við höfum lært að ráða dulmál jöklanna og getum því lesið það sem þeir hafa að segja. Áður fyrr var þessu öðruvísi farið þá skriðu jöklar oftar en ekki fram og voru hinn mesti ógnvaldur eins sjá má hér. Ógnin sem nú blasir við er svo viðsnúningur þessa sem einnig má sjá á myndinni.

Veröld jöklanna er þó sannarlega ekki tómar hamfarir því þar eins og víða í hrikalegri náttúru Íslands leynast ljúflegri myndir náttúraflanna og eðlislögmála þeirra. Bráðnun jökulíss er einnig dropinn sem enn er fastur við köngulóarvefinn og spegilsnýr smárablaðinu fyrir neðan.

Mynd með færslu
 Mynd:  - Einkasafn
Ljósmynd: Oddur Sigurðsson