Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Þau eru í dómnefnd Söngvakeppninnar

Mynd með færslu
 Mynd:

Þau eru í dómnefnd Söngvakeppninnar

02.03.2019 - 15:24

Höfundar

Dómnefnd úrslitakeppni Söngvakeppninnar er skipuð tíu manns víðsvegar að úr Evrópu. Kosningin verður í tveimur hlutum eins og undanfarin ár. Dómnefndin hefur helmings vægi á móti símakosningu almennings í fyrri kosningu kvöldsins.

Í fyrri kosningunni kemur í ljós hvaða tvö lög fara áfram í svokallað einvígi. Í seinni kosningunni verður valið á milli laganna tveggja en þá gildir aðeins símakosning almennings. Sú breyting verður á í ár að lögin tvö halda atkvæðum sínum úr fyrri kosningunni, frá dómnefnd og úr símakosningu áhorfenda. Stigahæsta lag kvöldsins verður svo framlag Íslands í Eurovision söngvakeppninni í Tel Aviv í maí. 

Söngvakeppnin fer fram í Laugardalshöll í kvöld kl. 19:45 og verður í beinni útsendingu á RÚV. Mikið verður um dýrðir, en meðal þeirra sem koma fram eru þau Ari Ólafsson, sigurvegari Söngvakeppninnar í fyrra, og Eleni Foureira sem varð í öðru sæti fyrir hönd Kýpur í Eurovision 2018.

Dómnefndin í ár er þannig skipuð: 

  • Birgit Simal, sjónvarpsframleiðandi hjá belgíska ríkissjónvapinu.
  • Jan Bors, tónlistarþáttaframleiðandi frá Tékklandi.
  • Karin Gunnarsson, tónlistarráðgjafi sænska ríkissjónvarpsins.
  • Anders M. Tangen, sjónvarps- og útvarpsþáttastjórnandi frá Noregi.
  • Elani Foureira, söngkona frá Grikklandi. 
  • Konstantin Hudov, fjölmiðlafulltrúi frá Aserbaísjan.
  • Molly Plank, framleiðandi hjá danska ríkissjónvarpinu.
  • Þorsteinn Hreggviðsson, dagskrárgerðarmaður á Rás 2.
  • Sigríður Thorlacius, söngkona.
  • Haraldur Freyr Gíslason, tónlistarmaður.