Prix Europa hátíðin er haldin í Berlín ár hvert og fer fram 15.-21. október næstkomandi.
Um Flóð:
Stórt snjóflóð féll á Flateyri á Vestfjörðum árið 1995. Samhliða leiksýningunni Flóð, sem sýnd var í Borgarleikhúsinu fyrr á þessu ári, gerðu höfundarnir Björn Thors og Hrafnhildur Hagalín 10 útvarpsþátta röð um tildrög verksins, sköpunarferlið og sögu snjóflóðsins.
Leikverkið sjálft er svokallað heimildaverk og byggir á viðtölum Björns og Hrafnhildar við aðstandendur og eftirlifendur snjóflóðsins sem féll á Flateyri. Í Útvarpsþáttaröðinni er skyggnst bak við sköpunarferlið og tildrög verksins, en fyrst og fremst er byggt á viðtölunum sjálfum og sögu snjóflóðsins á Flateyri.
Flóð má nálgast í heild sinni í hlaðvarpi RÚV.