
Hún segir það þó fagnaðarefni að ríkisstjórnin hyggist verja auknum fjármunum til málefna flóttafólks en veltir fyrir sér hvort hluti þessa fjármagns hafi ekki þurft til að bregðast við þeim fjölda hælisleitenda sem þegar séu til staðar.
Sigríður segir það eiga eftir að koma betur í ljós hvað felist í þessum aukna fjárstuðningi. Mikilvægt sé að um viðbótarfjárveitingar sé að ræða. „Þetta lítur vel út fyrir árið í ár en straumur flóttamanna mun bara vaxa svo við verðum að vera viðbúin því að við þurfum að leggja meira af mörkum,“ segir Sigríður Ingibjörg.
Hún hyggst leita svara um það í hverju tillagan felist þegar fjallað verður málið á Alþingi.
Hún segir ríki, þar á meðal Ísland, hafa brugðist því flóttafólki sem hefur ekki séð frram á framtíð utan flóttamannabúða. Þess vegna streymi það til Evrópu. Brýnt sé að leita lausna fyrir það fólk.