„Þarf að höggva á þennan hnút“

27.09.2018 - 09:44
Mynd: Skjáskot / RÚV
„Það er vonargeisli í þessu ferli,“ segir Katrín Oddsdóttir, lögmaður og fyrrverandi fulltrúi í Stjórnlagaráði, um endurskoðun stjórnarskrárinnar. Hún bendir á að við lifum á viðsjárverðum tímum varðandi lýðræðisþróun í löndum sem við berum okkur saman við. „Þá verðum við að klára þetta til að sýna fram á að hægt sé að hleypa fólki að borðinu og framkvæma vilja þess - án þess að hlutirnir springi og fari til andskotans," sagði Katrín á Morgunvaktinni á Rás 1.

Tilefni umræðunnar er að í dag hefst alþjóðleg ráðstefna í Reykjavík um lýðræðislega stjórnarskrárgerð og framtíð almenningsþátttöku. „Þetta mál er í hnút," sagði Jón Ólafsson, prófessor, á Morgunvaktinni. „Það stendur þannig að þegar stjórnvöld gera eitthvað, þá eru margir tilbúnir að gagnrýna vegna forsögu málsins. Ég held að það sem þurfi að gerast sé að höggva á þennan hnút." Jón Ólafsson segir hreinsa þurfi andrúmsloftið í stjórnarskrármálinu og finna sameiginlega leið til að halda áfram. Katrín Oddsdóttir, sem sæti átti i Stjórnlagaráði, segir að Íslendingar verði að sættast um leið í stjórnarskrármálinu. „Til þess að við getum haldið áfram þurfum við að leita í þau gildi sem nýja stjórnarskráin og allt það ferli kom auga á, sem eru miklu sáttfúsari og fallegri gildi en þetta eilífa stríð sem við erum í í opinberri umræðu á Íslandi."

Mynd með færslu
 Mynd: Óðinn Jónsson - Morgunvaktin
Katrín Oddsdóttir og Jón Ólafsson
odinnj's picture
Óðinn Jónsson
dagskrárgerðarmaður
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi