Þarf að farga bústofninum

05.04.2011 - 09:14
Mynd með færslu
 Mynd:
Steingrímur Jónsson bóndi í Engidal í Skutulsfirði ætlar að farga bústofni sínum, 80 kindum og 19 nautgripum, vegna díoxínmengunar frá sorpbrennslunni Funa. Hann segir óljóst hver beri kostnað, en lögmaður Steingríms, bæjastjórinn á Ísafirði og fulltrúar landbúnaðaráðuneytisins funduðu um málið í gær.

Steingrímur segir að vitað sé að farga þurfi skepnunum, það vilji bara enginn segja það. Ástæðan sé sú að sá sem segi að það þurfi að farga þeim beri kostnaðinn. Steingrímur sagði í viðtali við Morgunútvarp Rásar tvö í morgun að hann geti ekki beðið eftir því, hann þurfi bara að farga sínum skepnum sjálfur.


Honum sýnist hann geta haldið dýrunum, en sem gæludýrum. Hann geti hins vegar ekki staðið í því þar sem skepnunum fjölgi bara. Steingrímur segist vilja að einhver hefði tekið málið föstum tökum og sett skýrar reglur sambærilegar þeim sem eiga við í riðutilfellum. Steingrímur segist vera harðákveðinn í að fara í mál út af menguninni.

Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi