Þarf að efla vöktun með laxalús í hlýnandi sjó

18.03.2017 - 10:37
Mynd: NRK / NRK
Kaldur sjór þykir ákjósanlegur fyrir laxeldi vegna þess að hann heldur laxalús í skefjum. Með hækkandi hitastigi í sjó þarf að efla vöktun á laxalús til muna. Þetta segir dýralæknir fisksjúkdóma.

Þekking aukist mikið 

Fiskeldi við Íslandsstrendur hefur ekki gengið áfallalaust fyrir sig undanfarna áratugi en þrátt fyrir það eru menn nú stórhuga í eldi á laxi. Af hverju ætti eldið að ganga í þetta skiptið? „Þekking á fiskeldi hefur aukist mikið og nágrannalönd okkar hafa náð gríðarlegum árangri í fiskeldi - ekki síst í laxinum,“ segir Höskuldur Steinarsson, framkvæmdastjóri Landssambands Fiskeldisstöðva. „Í köldum sjó er nú hægt að ala fisk sem ekki var talið að væri hægt áður,“ segir hann.

Laxalús unir sé betur í hlýjum sjó

Sjávarkuldi heldur laxalús í skefjum en Norðmenn hafa lent í miklu basli með að verjast lúsinni í sjó sem er heitari en hér við land. „Eins og staðan er í dag þá eru umhverfisskilyrði fremur óhagstæð laxalúsinni,“ segir Gísli Jónsson, dýralæknir fiskskjúdóma hjá Matvælastofnun. „Hér er sjávarhiti um og undir tvær gráður. Frá desember og langt fram á vor, fimm mánuði á ári. Þar sem lúsin á ekki séns. Þannig að þegar gönguseiðin okkar eru að koma niður úr ánum þá er engin lús á sveimi,“ segir hann. Í Noregi hafi verið gerð krafa um að lágmarka lús með lyfjanotkun þegar gönguseiði koma niður úr ánum og að það hafi farið úr böndunum.

Laxalúsin lifir lengur

En hvað verður ef hitastig sjávar hækkar? „Já, Þessi fordæmalausi vetur, óhemjuhlýtt, bæði í sjó og í lofti, við sáum annan takt í lúsinni. Við sáum að kynslóðir haustsins fleittu sé betur inn í veturinn. Ég meina sjávarhiti var 5-6 gráður langt framundir jól. Þetta höfum við ekki séð áður. Ef að þetta er komið til með að vera, í einhver ár, þá þurfum við virkilega að taka okkur á hvað varðar vöktun á laxalús,“ segir Gísli.

hallao's picture
Halla Ólafsdóttir
dagskrárgerðarmaður
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi